Forsíða
Velkomin!


Matvélar og umbúðir er ungt fyrirtæki með margra ára reynslu á sviði sölu og þjónustu við matvælaiðnaðinn í landinu. Við erum í samstarfi við mörg af fremstu fyrirtækjum í heiminum á þessu sviði. Nægir þar að nefna CFS sem er samsteypa yfir tuttugu áður heimsþekktra fyrirtækja er hafa verið keypt upp undir merkjum CFS til að þjóna viðskiptavinum sínum sem allra best.
Er svo komið að við getum þjónað okkar viðskiptavinum frá forvinnslu með farsvélum, hakkavélum og afþýðingu í gegnum marineringu með saltsprautum og tromlum. Þaðan liggur leiðin i frekari fullvinnslu frá formun, brauðun, steikingu og frystingu. Að endingu er það pökkun ásamt pökkunarefni.

Allt þetta ásamt 1600 m2 tilraunaeldhúsi getum við boðið viðskiptavinum okkar. Höfuðstöðvar CFS eru í Bakel í Hollandi þangað förum við með viðskiptavini okkar og gerum tilraunir með vélum frá CFS og hráefni frá viðskiptavinum okkar. Bjóðum uppá ýmis námskeið á vegum CFS.

Fyrir minni vinnslur eru við með smærri tæki frá t.d. Ruhle og KG Wetter þannig getum við sagt að við vöxum með viðskiptavinum okkar en þeir eru kjötvinnslur, fiskvinnslur, kjúklingaframleiðendur og mjólkuriðnaðurinn.

Matvælaiðnaðurinn í dag endurspeglar sífellt auknar kröfur neytendans um einfaldar leiðir í framreiðslu á mat. Þægindamatur er lykilorð samtímans í dag.

Hafir þú einhverjar spurningar þá vinsamlegast hafðu samband.


Kær kveðja

Páll Björnsson
framkvæmdastjóri

 
 
 
 

 

Matvélar og umbúðir ehf.

Markarflöt 12
210 Garðabæ
Iceland
Sími 899 6716
Tel. (+354) 899 6716
pall@matvelar.is
Hannað af Tölvugeira