Við erum fyrirtæki með margra ára reynslu á sviði sölu og þjónustu við matvælaiðnaðinn í landinu. Við erum í samstarfi við mörg af fremstu fyrirtækjum í heiminum á þessu sviði. Nægir þar að nefna Vemag og GEA sem er samsteypa yfir tuttugu áður heimsþekktra fyrirtækja er hafa verið keypt upp undir merkjum GEA til að þjóna viðskiptavinum sínum sem allra best.
Er svo komið að við getum þjónað okkar viðskiptavinum frá forvinnslu með farsvélum, hakkavélum og afþýðingu í gegnum marineringu með saltsprautum og tromlum. Þaðan liggur leiðin í frekari fullvinnslu frá formun, brauðun, steikingu og frystingu. Að endingu er það pökkun ásamt pökkunarefni.
Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á að gera prufur erlendis með vélum frá birgjum og hráefni frá viðskiptavinum okkar. Bjóðum einnig upp á ýmis námskeið á vegum birgja.
Fyrir minni vinnslur eru við með smærri tæki frá t.d. Vemag og KG Wetter þannig getum við sagt að við vöxum með viðskiptavinum okkar en þeir eru kjötvinnslur, fiskvinnslur, kjúklingaframleiðendur, iðnaðarbakarí og mjólkuriðnaðurinn. Matvælaiðnaðurinn í dag endurspeglar sífellt auknar kröfur neytendans um einfaldar leiðir í framreiðslu á mat. Þægindamatur er lykilorð samtímans í dag.
Þýskur leiðtogi á sínu sviði sem framleiðir vélar til skömmtunar hvers konar svo sem pylsusprautur, upphengilínur, hakkskammtara, formunarvélar, deigskammtara, bakkamatara og vogir. Getum boðið upp á vélar sem henta bæði stórum og litlum framleiðendum.
NánarSannkallaður risi á heimsvísu í framleiðslu á vélum fyrir matvælaframleiðendur. Í raun hægt að segja að flestir íslendingar neyti matvöru sem hefur farið í gegnum vélar GEA á hverjum degi. Nægir þar að nefna formunarvélar, brauðunarvélar, fulleldunarvélar, farsvélar, áleggshnífa og pökkunarvélar.
NánarÞýskur framleiðandi á litlum og miðlungsstórum farsvélum og hakkavélum. Frábært úrval véla fyrir feskt og frosið hráefni. Þessar vélar hafa verið á íslenskum markaði í yfir 20 ár og reynst frábærlega.
NánarÞýskur framleiðandi á rifvélum, högghnífum og gúllasvélum. Framúrskarandi vélar sem hafa sannað ágæti sitt á Íslandi í fjöldamörg ár.
NánarÞýskur framleiðandi á framúrskarandi reykofnum og reykjöfum. Fyrir reykingu, þurrkun, eldun, suðu og kælingu ásamt moðnunarklefum.
NánarKanadískur framleiðandi á vélum sem skilja kjöt frá beinum með vélrænum hætti. Leiðtogi á heimsvísu á þessum markaði.
NánarEinn af stærstu framleiðendum heims á sviði umbúða. Margar verksmiðjur sem framleiða mismunandi filmur svo sem mjúkar filmur, harðar filmur, herpifilmur og prentaðar filmur. Umhverfisvænar filmur eru sífellt að verða stærri hluti af þeirra framleiðslu.
NánarMatvélar og samstarfsaðilar okkar þjóna viðskiptavinum sínum með uppsetningu nýrra véla og kennslu á vélum ásamt viðhaldi og varahlutapöntunum.
Rúnar í KAPP
6641329
Páll í Matvélum
8996716
Markarflöt 12 - 210 Garðabær
pall@matvelar.is
+354 899 6716